Frakkinn Stephane Rousson lagði í morgun af stað í ferð yfir Ermasundið á fótknúnu loftfari. Hann hóf ferð sína við ströndina í Hythe í Englandi, nálægt Dover, og er búist við að hann lendi í Wissant í norðanverðu Frakklandi fimm tímum síðar.
Á föstudaginn lagði svissneski ævintýramaðurinn Yves Rossy í sömu ferð nema á vélknúnum væng.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn 39 ára gamli Rousson reynir að fljúga yfir Ermasundið einn síns liðs en í júní gerði hann sína fyrstu tilraun. Þá hékk hann úr litlu loftfari fylltu helíum lofti en þurfi að leggja árar í bát vegna vindhviða.