Bandarískir sjónvarpsáhorfendur hafa löngum átt í mestu erfiðleikum með að meðtaka breskan húmor. Svo gæti einnig orðið raunin með gamanþáttaröð BBC, Little Brittain, sem notið hafa feikilegra vinsælda á breskri og íslenskri grundu.
Þættirnir eru að hefja innreið sína á Bandaríkjamarkað á HBO-stöðinni, en fyrsti þáttur fór í loftið á sunnudag. Bandarískir gagnrýnendur töldu sig þurfa að vara amerískan almenning við því helstu fjölmiðlar gagnrýndu þættina nokkuð harkalega áður en fyrsti þátturinn var sýndur. Var húmor þeirra Matt Lucas og David Walliams sagður of grófur og helst minna á veggjakrot unglings á skólasalerni. „Þeir virðast aðallega vilja hneyksla í stað þess að vera fyndnir en verða í raun kostulega óviðeigandi í staðinn,“ sagði Tim Goodman, gagnrýnandi San Francisco Chronicle.
„Allt sem við gerum, hversu svívirðilegt sem það er, gerum við með hlýju,“ sagði David Walliams, aðspurður um gagnrýnina.