Enginn bilbugur á ofurríkum

Framkvæmdir í grennd við Kremlarmúra.
Framkvæmdir í grennd við Kremlarmúra. Reuters

Hrun á fjármálamörkuðum og frost á húsnæðismarkaði virðist ekki snerta ofurríka Rússa, sem halda ótrauðir áfram að kaupa sér allt sem hugurinn girnist.

Nýlega bárust fregnir af kaupum á sjö hæða íbúðarhúsi í miðborg Moskvu, í göngufæri við Kremlarmúra, fyrir lítinn tvo og hálfan milljarð rúbla, eða sem svarar tæpum ellefu milljörðum króna.

Fasteignamarkaðurinn í Moskvu er blómlegur, og þrífst á háu olíuverði og mikilli jákvæðni neytenda. Verð fasteigna í höfuðborg Rússlands er í mörgum tilvikum hærra en það gerist hæst á Manhattan eða í London.

Fasteignasalan Agent 002 sagði frá því á föstudaginn að ónafngreindur viðskiptavinur sinn hefði keypt ofannefnda íbúð, sem er alls 1.300 fermetrar, í miðborginni.

„Þetta er algjört met í Moskvu,“ segir talsmaður Agent 002, Ruslan Barabash. Kaupandinn er kaupsýslumaður um fertugt, ekki einn af þekktustu viðskiptajöfrum Rússlands.

Fasteignasalar telja að þetta met muni fljótlega verða slegið, því eftirspurn eftir dýrustu fasteignunum sé mikil.

Í íbúðinni sem um ræðir er m.a. sundlaug, sérhæð fyrir börnin að leika sér á, og vetrargarður á þakinu.

Meðalmánaðarlaun í Rússlandi eru sem svarar tæpum 76.000 krónum, en sístækkandi millistétt heldur fasteignamarkaðinum blómlegum. Efst trónir síðan lítill hópur ofurríkra, sem geta leyft sér hvað sem er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir