Kona nokkur í Chicago í Bandaríkjunum bauð hæst á uppboðsvefnum eBay í yfirgefið hús í borginni Saginaw og fékk það á 1,75 dollara, eða sem svarar um 200 krónum. Átta tilboð voru gerð í húsið. Konan kveðst ætla að reyna að selja húsið.
Saginaw er í Michigan, norðvestur af Detroit. Borgin hefur orðið illa úti í efnahagserfiðleikum undanfarið.
Blaðið Saginaw News greinir frá þessu, og segir að kaupandinn þurfi að greiða um 850 dollara í áfallin fasteignagjöld og lóðahreinsun.