Sækjast eftir viðurkenningu í framhjáhaldi

mbl.is

Karlar halda fyrst og fremst framhjá konum sínum þar sem þeim finnst þeir ekki fá  næga viðurkenningu frá þeim. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska hjóna og fjölskylduráðgjafans Gary Neuman sem greint er frá á fréttavef Jyllands-Posten.

Í rannsókninni sem stóð yfir í tvö ár fylgdist Neuman með hundrað körlum sem voru eiginkonum sínum trúir og hundrað körlum sem héldu framhjá konum sínum. Af þeim sem héldu framhjá konum sínum sögðust einungis 8% þeirra hafa leitað eftir kynlífi utan hjónabandsins vegna kynlífsvandamála. Þá sögðu einungis 12% þeirra ástkonu sína vera fallegri eða kynþokkafyllri en eiginkonuna.

„Karlar eru mun óöruggari með sig en þeir gefa í skyn. Þeir þrá að gera konuna ánægða og að fá staðfestingu á eigin ágæti. Þeir vilja upplifa sig sem sigurvegara og þegar þeim líður þannig heima hjá sér þá líður þeim vel. Það er þegar körlum finnst þeim vera ofaukið eða þeir vanmetnir á heimilinu sem vandamálin verða til. Það sem karlar segjast fyrst og fremst sækja til ástkvenna sinna er viðurkenning á eigin ágæti,” segir Neuman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan