Svíar lenda í sómalískum símasvikum

Sómalískir símasvikarar hafa fé út úr hrekklausum farsímanotendum.
Sómalískir símasvikarar hafa fé út úr hrekklausum farsímanotendum. mbl.is/Jim Smart

Óprúttnir menn hafa sett upp nýja tegund af svikamyllu í Sómalíu þar sem fé er haft af grunlausum farsímanotendum í Evrópu.

Í Svíþjóð hefur borið á því að fólk hafi fengið stutta upphringingu í farsíma frá óþekktu númeri en þegar hringt er til baka fær fólk samband við símanúmer með háa gjaldskrá.

Talsmaður sænska símafyrirtækisins Eniro hvetur viðskiptavini sína að svara ekki símanúmerum frá Sómalíu ef það kannast ekki við númerið.

Landsnúmerið í Sómalíu er 252 og venjulega kostar mínútan um 80 íslenskar krónur ef hringt er þangað en Svíarnir hafa fengið reikninga upp á þrjú til fjögur þúsund íslenskar krónur fyrir að hlusta í nokkrar mínútur á símsvara sem spilar lagið Life is a roller coaster með Ronan Keating.

Sérstaklega er varað við símanúmerinu +25260962204 en ef hringt er í það þakkar kvenrödd fyrir að hringt hafi verið í númerið og síðan hefst tónlistarflutningur sem getur orðið símnotendum dýrkeyptur.

Ekki vitað um íslensk tilfelli

„Það hafa engin slík mál komið inn á borð til okkar," sagði Margrét Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Símanum í samtali við mbl.is. Hún bætti því við að hún vonaðist til að fólk léti vita ef það yrði vart við símtöl af þessu tagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka