Þrátt fyrir að kreppa ríki á fjármálamarkaði er ekki hægt að segja það sama um ölstofur í Wall Street hverfinu í New York. Viðskiptin á Harry's Cafe, sem er vinsæll bar meðal verðbréfamiðlara á Wall Street, hafa aukist umtalsvert að undanförnu.
Harry Poulakakos, eigandi Harry's Cafe, segist hafa upplifað tímana tvenna á Wall Street og man vel ástandið á mörkuðum árið 1987 þegar hundruð verðbréfamiðlara misstu vinnuna á Wall Street. En hann segir að ástandið nú sé það versta sem hann hafi upplifað.
Á mánudag þegar Dow Jones vísitalan lækkaði um 778 stig þá jukust viðskiptin hjá Harry um 20%.