Dauðdaginn kvalafyllri vegna offitu

Fangi sem taka á af lífi með þann 14. október næstkomandi með banvænni sprautu í Ohio ríki í Bandaríkjunum hefur kvartað undan því að fæðið í fangelsinu valdi því að hann þjáist af offitu. Telur fanginn að offitan valdi því að dauðastundin verði honum sársaukafyllri en þörf sé á.

Richard Cooey var dæmdur til dauða fyrir að morð á tveimur námsmönnum við háskólann í Akron árið 1986. Hefur lögfræðingur hans lagt fram formlega kvörtun til áfrýjunardómstóls um að ríkið beri að hluta ábyrgð á heilsufarsvanda fangans.Segir í beiðni lögfræðingsins að vegna offitu Cooey geti reynst erfitt að finna nothæfa æð til þess að sprauta eitrinu í. Jafnframt kvartaði lögfræðingurinn yfir því að lyf sem fanginn hefur fengið frá ríkinu vegna höfuðverkjar geti dregið úr virkni banvæna efnisins við líflátið. Saksóknari telur hins vegar að umkvartanir lögfræðings Cooey séu ómarktækar þar sem þær hafi borist eftir að frestur til þess að leggja fram áfrýjun til dómstólsins hafi verið útrunninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen