Danskir blaðamenn á Extrabladet stóðu í lopapeysum fyrir utan Magasin verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn í morgun með söfnunarbauka með íslenska fánanum á og buðu vegfarendum að aðstoða íslensku þjóðina í þessari efnahagsnauð.
Margir voru viljugir að veita Íslendingum lið og létu smápeninga af hendi rakna. Fólk hvatti Íslendinga til að veiða meiri fisk og setti pening í baukinn af því að íslenski hesturinn er svo dásamlegur.
Blaðamennirnir afhentu síðan íslenska sendiráðinu í Danmörku söfnunarbaukana að söfnuninni lokinni með um það bil 320 dönskum krónum sem höfðu safnast.
Sjá vefsjónvarp Extrabladet með söfnuninni