Söfnun fyrir Ísland

Blaðamenn Extrabladet hófu söfnun fyrir Ísland.
Blaðamenn Extrabladet hófu söfnun fyrir Ísland.

Danskir blaðamenn á Extrabladet stóðu í lopapeysum fyrir utan Magasin verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn í morgun með söfnunarbauka með íslenska fánanum á og buðu vegfarendum að aðstoða íslensku þjóðina í þessari efnahagsnauð.

Margir voru viljugir að veita Íslendingum lið og létu smápeninga af hendi rakna. Fólk hvatti Íslendinga til að veiða meiri fisk og setti pening í baukinn af því að íslenski hesturinn er svo dásamlegur.

Blaðamennirnir afhentu síðan íslenska sendiráðinu í Danmörku söfnunarbaukana að söfnuninni lokinni með um það bil 320 dönskum krónum sem höfðu safnast.

Sjá vefsjónvarp Extrabladet með söfnuninni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach