Breskt par fjármagnaði brúðkaupsferðina sína með því að tína rusl í þrjá mánuði. John og Ann söfnuðu 60.000 flöskum og dósum, renndu þeim í gegnum endurvinnsluvélina í Tesco og söfnuðu þannig punktum á klúbbkort sitt í versluninni. Í frétt Daily Mirror segir að þau hafi síðan nýtt punktana til að kaupa flugmiða.
Ann segir þau hafa rennt um 600 flöskum og dósum í gegn í hvert skipti. John bætir við að þau hafi ekki getað annað en brosað þegar þau sátu á fyrsta farrými á leið heim og hugsuðu til þess að umhverfissóðar hefðu borgað fyrir ferðina. camilla@mbl.is