Söguðu húsið í tvennt

Bændur sinna störfum sínum í Kambódíu.
Bændur sinna störfum sínum í Kambódíu. Reuters

Hjón í Kambódíu söguðu húsið sitt í tvennt til að komast hjá því að skilnaðarmál þeirra færi fyrir dómstóla, en skilnaðarferlið fyrir dómstólum þykir víst afar flókið og tímafrekt.

Moeun Rim og Nhanh eiginkona hans skiptu húsinu í tvennt í síðasta mánuði þegar þau tóku ákvörðun um að skilja. Að sögn yfirvalda er eiginmaðurinn fluttur, og hann tók sinn hluta hússins með sér. Hinn helmingurinn er enn á sínum stað og þar dvelur konan á daginn.

Hjónin, sem eru um fertugt, ákváðu að skilja eftir að eiginmaðurinn sakaði eiginkonuna um að hún hefði ekki séð um hann á meðan hann var veikur.

Þau ákváðu að skipta jörðinni sinni í fjóra hluta. Dóttir þeirra og sonur fengu hvor sinn hlutinn og hjónin skiptu tveimur á milli sín.

Sem fyrr segir er skilnaðarferlið í Kambódíu flókið, og það getur tekið langan tíma að niðurstaða fáist. Enda hefur dómskerfið í landinu margoft verið gagnrýnt fyrir að vera spillt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach