Söguðu húsið í tvennt

Bændur sinna störfum sínum í Kambódíu.
Bændur sinna störfum sínum í Kambódíu. Reuters

Hjón í Kambódíu söguðu húsið sitt í tvennt til að komast hjá því að skilnaðarmál þeirra færi fyrir dómstóla, en skilnaðarferlið fyrir dómstólum þykir víst afar flókið og tímafrekt.

Moeun Rim og Nhanh eiginkona hans skiptu húsinu í tvennt í síðasta mánuði þegar þau tóku ákvörðun um að skilja. Að sögn yfirvalda er eiginmaðurinn fluttur, og hann tók sinn hluta hússins með sér. Hinn helmingurinn er enn á sínum stað og þar dvelur konan á daginn.

Hjónin, sem eru um fertugt, ákváðu að skilja eftir að eiginmaðurinn sakaði eiginkonuna um að hún hefði ekki séð um hann á meðan hann var veikur.

Þau ákváðu að skipta jörðinni sinni í fjóra hluta. Dóttir þeirra og sonur fengu hvor sinn hlutinn og hjónin skiptu tveimur á milli sín.

Sem fyrr segir er skilnaðarferlið í Kambódíu flókið, og það getur tekið langan tíma að niðurstaða fáist. Enda hefur dómskerfið í landinu margoft verið gagnrýnt fyrir að vera spillt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka