Maðurinn án gullbyssunnar

Hin gullna byssa var sett saman úr hlutum sem flestir …
Hin gullna byssa var sett saman úr hlutum sem flestir herrar báru á sér. Mynd þessi er fengin af vefsíðu Colibri kveikjaraframleiðandanum

Hinni gullnu skamm­byssu sem erkiskúrk­ur­inn Scaram­anga notaði í Bond kvik­mynd­inni The Man With The Gold­en Gun 1974 hef­ur verið stolið. Breska lög­regl­an rann­sak­ar nú hvarf þessa fræga vopns frá El­stree Studi­os í Norður-London.

Byss­an var sér­smíðuð fyr­ir mynd­ina þar sem Roger Moore lék njósn­ara henn­ar há­tign­ar James Bond í annað sinn en Christoph­er Lee var í hlut­verki Francisco Scaram­anga sem var hátt launaður leigu­morðingi sem notaði gull­byssu.

Talið er að þessi sögu­frægi leik­mun­ur sé um það bil 15 millj­óna króna virði. Lög­regl­an var kölluð til eft­ir há­degi í gær vegna máls­ins.

Málið er í rann­sókn.

Leik­mun­ur­inn mun hafa verið sett­ur sam­an úr síga­rettu­hylki, kveikjara, erma­hnapp og penna en það var kveikjara­fyr­ir­tækið Coli­bri sem bjó byss­una til.

Scaram­anga lét smíða byssu úr þess­um hlut­um sem þá voru hvers­dags­leg­ir til að geta smyglað henni hvert sem er og til að leggja áherslu á hæfi­leika sína því hann þurfti ein­ung­is eina kúlu fyr­ir hvert fórn­ar­lamb.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir