Sofnaði í ruslagámi og lenti í ruslaþjöppu

Reuters

Drukkinn Tékki er alvarlega slasaður eftir að hann sofnaði í ruslagámi í gær. Varð maðurinn fyrir því óláni að gámurinn var tæmdur í ruslabíl sem þjappaði sorpið úr gámnum. Var maðurinn fluttur á sjúkrahús með innvortis blæðingar.

Maðurinn, sem er 25 ára gamall, býr í bænum Znojmo. Ekki er vitað frekar um líðan hans en tékkneska fréttastofan CTK greindi frá þessu í dag. Lögregla rannsakar nú hvort ruslamaðurinn hafi gætt að því að opna ruslagáminn og kannað innihald hans, líkt og krafist er samkvæmt öryggisreglum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen