Þýska lögreglan hefur varað þjófa sem stálu ríflega 300 kílóum af heslihnetum við því að hneturnar séu eitraðar og hugsanlega lífshættulegt að borða þær.
Hnetunum var stolið í Hamborg og þurfa meðhöndlun áður en þær eru hæfar til manneldis.
Hneturnar voru geymdar í sekkjum sem innihalda eiturefni sem stuðla að geymsluþoli þeirra.
„Við leitum að þjófunum þar sem þeir geta orðið fárveikir ef þeir borða þessar heslihnetur. Eitrið getur verið banvænt, sagði talsmaður lögreglunnar í Hamborg við Reuters fréttastofuna.