Ferðataska með fortíð til sölu

Millvina Dean ætlar að selja ferðatöskuna sína fyrir um 3.000 ensk pund á uppboði á Englandi um helgina til að geta greitt elliheimilisgjöldin. Þar er engin venjuleg taska á ferð því New York-borg gaf Millvinu og fjölskyldu hennar töskuna eftir að hún bjargaðist frá borði þegar farþegaskipið Titanic sökk árið 1912. Í töskunni voru föt og aðrar nauðsynjar.

Millvina var aðeins tveggja mánaða gömul þegar henni var bjargað frá borði skipsins og man því ekkert eftir ósköpunum. „Mér finnst það líka bara betra,“ hefur hún sagt fjölmiðlum. Hún er nú orðin 96 ára gömul og er ein 706 farþega sem enn lifa.

Millvina vissi ekki að hún hefði verið farþegi um borð í Titanic fyrr en móðir hennar sagði henni það átta ára gamalli. Hún hefur tekið þátt í ýmsum atburðum tengdum skipinu eins og ráðstefnum, sjónvarps- og útvarpsþáttum.

Stefnið á Titanic sem hvílir á hafsbotni.
Stefnið á Titanic sem hvílir á hafsbotni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir