Davíð konungi í Vorrar frúarkirkju stolið

Styttan af Davíð konungi.
Styttan af Davíð konungi.

Með ferilskrá sem meðal annars státar af afrekum á borð við þau að fella sjálfan Golíat, hefur Davíð konungur hingað til verið talinn geta staðið af sér flestar ógnir. Ekki þó af völdum dansks glæpamanns með krana.

Bronsstyttu upp á 2,5 tonn af þessari hetju Gamlatestamentisins hefur verið stolið út steinsmiðju í Kaupmannahöfn þar sem átt að gera við hana, að sögn dómprestsins í Vorrar frúarkirkju, heimkynnum styttunnar.

„Í fyrstu héldum við að þetta væri brandari. En þetta er það ekki,“ segir dómpresturinn Anders Gardgaard. Einhver hlýtur að hafa notað stóran flutningabíl og krana til að fjarlægja hana."

Styttan sem er röskir 3 metrar á hæð stendur alla jafnan fyrir framan Vorrar frúarkirkju í höfuðborginni en hafði verið flutt í steinsmiðjuna fyrir þremur mánuðum. Verið var að gera við granítstöpulinn sem styttan stendur á en skemmst hafði eftir að bifreið ók utan í hann í júní sl.

Skila átti styttunni og stöplinum í kirkjuna sl. mánudag þegar steinsmiðurinn uppgötvaði að hún var horfin.

Lögreglan vinnu að rannsókn málsins en henni hefur verið stolið á tímabilinu frá laugardegi til mánudags um síðustu helgi. Dómpresturinn telur að erfitt verði að koma styttunni í verð og óttast að hún kunni að verða sett í bræðslu. „Það yrði stórslys,“ segir presturinn, því að dómkirkjan eigi engar eftirmyndir af henni, engar teikningar né nákvæmar ljósmyndir.

Davíð konungur er eftir danska myndhöggvaranna Jens Adolf Jerichau og hefur staðið hægra megin við inngang þessarar lútersku nýklassísku dómkirkjubyggingar frá 1860. Hinum megin stendur stytta af Móses eftir H.V. Bissen, annan danskan myndhöggvara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir