Kanadísk kona sem bað níu ára gamla dóttur sína að aka sér heim af samkomu í Ontario í Kanada hefur verið ákærð fyrir umferðalagabrot.
Að sögn lögreglu hafði konan neytt áfengis á samkomunni og taldi sig af þeim sökum ekki getað stjórnað ökutækinu. Því brá hún á það ráð að biðja dóttur sína um að aka bílnum, sem hún gerði.
Lögreglan veitti þeim mæðgum athygli þar sem sú stutta sat við stýrið og ók hægt eftir sveitavegi í suðausturhluta Ontario 12. október sl. Að sögn yfirvalda ákváðu lögreglumennirnir að stöðva bílinn eftir að þeir höfðu veitt því athygli hve ökumaðurinn var lítill.