Bee Gees hollir hjartanu

Bee Gees- bræðurnir hjartgóðu
Bee Gees- bræðurnir hjartgóðu

Bandarískir læknar hafa fundið út að diskólagið Stayin' alive er gott fyrir hjartað. Taktur lagsins er einmitt sá sami og fylgja skal þegar hjartahnoð er framkvæmt. Mælt er með því að gefa hjartahnoð á hraðanum 100 hnoð á mínútu og Stayin' alive hefur 103 slög á mínútu.

Hjartahnoð getur bjargað mannslífum en margir eru óöruggir við að beita því þar sem þeir eru óvissir um hversu hratt það skuli framkvæmt. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að yfirleitt er hnoðað of hægt til þess að það skili árangri.

Í rannsókn á vegum Dr. David Matlock við læknaháskólann í Illinois reyndist Stayin' Alive skila prýðisárangri við að halda réttum hraða. Jafnvel dygði að raula lagið með sjálfum sér við hnoðið til að halda taktinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar