Leynigöng til sölu

00:00
00:00

Til sölu: Leynigöng 30 metra und­ir yf­ir­borði jarðar í miðborg Lund­úna. Frá bær staðsetn­ing, dul­ar­full fortíð. Verðið er leynd­ar­mál.

Verið er að reyna að selja svo­nefnd Kingsway­göng, sem voru graf­in árið 1942 sem loft­varna­byrgi fyr­ir al­menn­ing. Nú­ver­andi eig­andi er fjar­skipta­fé­lagið BT Group PLC.

„Við leit­um að eig­anda sem hef­ur hug­mynda­flug og stöðu til að nýta göng­in með arðbær­um hætti," seg­ir Elaine Hewitt, yf­ir­maður fast­eigna­deild­ar BT.

„Þetta svæði á merki­lega fortíð og þar sem við höf­um ekki leng­ur not fyr­ir það telj­um við rétt, að bjóða það til sölu."

Göng­in eru um 1,7 km að lengd. Breska leyniþjón­ust­an  MI6 tók göng­in yfir árið 1944 og notaði þau til árs­ins 1945. Hins veg­ar er ekki ljóst hver til­gang­ur leyniþjón­ust­unn­ar var. Eft­ir það voru göng­in notuð sem einskon­ar skjala­geymsla en síðan komust þau í eigu bresku póstþjón­ust­unn­ar, sem á þeim tíma rak síma­kerfi Bret­lands.

Á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar lá beina síma­lín­an milli banda­rískra og sov­éskra stjórn­valda um göng­in. Á átt­unda ára­tugn­um, þegar göng­in komust í eigu BT, voru þau notuð sem miðstöð ör­yggis­eft­ir­lits. En nú þarf BT ekki leng­ur á göng­un­um að halda. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er hálf löðurmannlegt að velta öðrum upp úr veikleikum sínum. Farðu eftir tilfinningu þinni um að þú eigir að koma þér í betra form.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Það er hálf löðurmannlegt að velta öðrum upp úr veikleikum sínum. Farðu eftir tilfinningu þinni um að þú eigir að koma þér í betra form.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason