Máli gegn guði almáttugum var vísað frá

Dómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli, sem höfðað var gegn guði almáttugum, og með þeim rökum, að þar sem hann væri ekki með neitt skráð heimilisfang, væri ekki unnt að ganga frá nauðsynlegum pappírum.

Málið höfðaði Ernie Chambers, öldungadeildarþingmaður á þinginu í Nebraska, en hann krafðist þess að kveðinn yrði upp lögbannsúrskurður yfir guði vegna þeirra „hörmunga“, sem hann hefði valdið.

Chambers hélt því fram að guð hefði ógnað honum og íbúum Nebraska og leitt ólýsanlega skelfingu yfir alla heimsbyggðina. Hefur Chambers verið þingmaður í Nebraska í 38 ár en með málshöfðuninni segist hann vilja sýna fram á að hægt sé „lögsækja hvern sem er, líka guð“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar