Lögregan á Jamaíka rannsakar nú stuld á heilli baðströnd en upp komst í sumar að um 500 bílhlössum af sandi var ekið frá strönd á norðurhluta eyjarinnar. Til stóð að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu en þau áform hafa nú verið lögð til hliðar.
Lögreglumenn segja, að grunur beinist að aðilum í ferðaþjónustu vegna þess að góð baðströnd er gulls ígildi á Jamaíka.
Gagnrýnt hefur verið að löglegla skuli ekkert hafa komist áleiðis í rannsókn málsins. Bruce Golding, forsætisráðherra Jamaíka, hefur fyrirskipað rannsókn á málinu.
Lögregla segir, að verið sé að rannsaka sandsýni úr ströndum í nágrenninu til að kanna hvort stolni sandurinn sé þar niðurkominn.