Eldri borgari dæmdur í hálfs árs fangelsi

Kona á áttræðisaldri var í dag dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa handleggsbrotið nágranna sinn með skóflu þegar þau voru að rífast um landspildu.

June Iddon, sem er 72ja ára piparmey sem þjáist af banvænu krabbameini, hrópaði: „Ég er saklaus,“ þegar tveir öryggisverðir fylgdu henni út úr dómsalnum í Preston Court sem er í norðurhluta Englands.

Iddon, sem er fyrrum opinber starfsmaður, lamdi 62ja ára gamlan nágranna sinn, Jeffrey Grundy, með skóflu þegar þau hittust sl. nóvember. Grundy hafði fengið byggingarverktaka til að mæta svo hann gæti rætt við Iddon hvar setja ætti upp girðingu á milli lóðanna þeirra.

Samskipti þeirra enduðu með því að Iddon lyfti skóflu yfir höfðið og reiddi til höggs. Grundy náði að setja annan handlegginn fyrir til að verja sig, en þetta varð hins vegar til þess að hann handleggsbrotnaði.

Dómarinn sagði þrátt fyrir aldur Iddon og heilsufar hennar þá væri nauðsynlegt að senda út þau skilaboð að svona hegðun yrði ekki liðin.

Fram kom í máli dómarans að Iddon hafi hundsað fyrri úrskurð í deilu hennar við nágranna sinn, sem kallaði til verktakann til að taka út lóðina.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir