Blómið bloggar

Midori-san bloggar um sitt nánasta umhverfi.
Midori-san bloggar um sitt nánasta umhverfi. Reuters

Japanska stofublómið, Midori-san er tengt við flókið kerfi nema og tölvuforrit sem tölvufyrirtækið Kayac Co hefur þróað til að túlka líðan plöntunnar sem síðan skráist sjálfkrafa á bloggsðíðu hennar.

Midori-san merkir hin græna á Japönsku en samkvæmt Reuters fréttastofunni er plantan af tegundinni Hoya kerrii og hefur hún þykk hjartalaga blöð og er því vinsæl gjöf þegar Valentínusardagur nálgast.

Tengillinn milli tölvunnar og nemanna á plöntunni var þróaður af Satoshi Kurbayashi við Keio háskólann. Nemarnir skynja veikan rafstraum sem plantan sendir frá sér á yfirborði laufanna og sveiflast hann til eftir breytingum í umhverfi plöntunnar, hitastigi, raka, titringi og ljósmagni.

Heimasíðan er á japönsku en til að fræðast frekar um bloggið má sjá þessa vefsíðu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir