Blómið bloggar

Midori-san bloggar um sitt nánasta umhverfi.
Midori-san bloggar um sitt nánasta umhverfi. Reuters

Japanska stofublómið, Midori-san er tengt við flókið kerfi nema og tölvuforrit sem tölvufyrirtækið Kayac Co hefur þróað til að túlka líðan plöntunnar sem síðan skráist sjálfkrafa á bloggsðíðu hennar.

Midori-san merkir hin græna á Japönsku en samkvæmt Reuters fréttastofunni er plantan af tegundinni Hoya kerrii og hefur hún þykk hjartalaga blöð og er því vinsæl gjöf þegar Valentínusardagur nálgast.

Tengillinn milli tölvunnar og nemanna á plöntunni var þróaður af Satoshi Kurbayashi við Keio háskólann. Nemarnir skynja veikan rafstraum sem plantan sendir frá sér á yfirborði laufanna og sveiflast hann til eftir breytingum í umhverfi plöntunnar, hitastigi, raka, titringi og ljósmagni.

Heimasíðan er á japönsku en til að fræðast frekar um bloggið má sjá þessa vefsíðu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar