England – bannað innan átján

Starfsmaður í vega­bréfa­eft­ir­liti á Heathrow-flug­velli í London meinaði Hilm­ari Frey Bjartþórs­syni, 16 ára knatt­spyrnu­manni frá Fá­skrúðsfirði, inn­göngu í Eng­land 12. októ­ber sl. Hilm­ar var að fara þangað til að æfa með ung­lingaliði knatt­spyrnuliðsins Rea­ding.

„Hann sagði að ég væri ekki orðinn nógu gam­all – væri ekki orðinn átján,“ sagði Hilm­ar um þessa óskemmti­legu lífs­reynslu. Hann var með gilt ís­lenskt vega­bréf í hönd­un­um. „Hann spurði hvort ég væri í fylgd ein­hvers sem væri eldri en ég. Þegar ég svaraði því neit­andi ætlaði hann ekki að hleypa mér í gegn.“

Full­trúi frá knatt­spyrnu­fé­lag­inu beið eft­ir Hilm­ari í flug­stöðinni. Hilm­ar seg­ir að þessi til­tekni starfsmaður hafi farið að leita að þeim manni en ekki fundið í fyrstu til­raun. Eins hringdi hann ein­hver sím­töl. Lög­regla var ekki kölluð til.

Sá sem var að taka á móti Hilm­ari var far­inn að halda að hann hefði ekki komið með flug­vél­inni. Hilm­ar kvaðst hafa þurft að bíða í um 45 mín­út­ur við vega­bréfa­eft­ir­litið meðan á þessu stóð. Loks náðist sam­band við full­trúa knatt­spyrnu­fé­lags­ins og þá var Hilm­ari hleypt inn í Eng­land í fylgd ör­ygg­is­varðar.

Hilm­ari gekk greiðlega að yf­ir­gefa Eng­land eft­ir níu daga dvöl og þótti þá ekki of ung­ur til að snúa aft­ur heim einn síns liðs.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir