England – bannað innan átján

Starfsmaður í vegabréfaeftirliti á Heathrow-flugvelli í London meinaði Hilmari Frey Bjartþórssyni, 16 ára knattspyrnumanni frá Fáskrúðsfirði, inngöngu í England 12. október sl. Hilmar var að fara þangað til að æfa með unglingaliði knattspyrnuliðsins Reading.

„Hann sagði að ég væri ekki orðinn nógu gamall – væri ekki orðinn átján,“ sagði Hilmar um þessa óskemmtilegu lífsreynslu. Hann var með gilt íslenskt vegabréf í höndunum. „Hann spurði hvort ég væri í fylgd einhvers sem væri eldri en ég. Þegar ég svaraði því neitandi ætlaði hann ekki að hleypa mér í gegn.“

Fulltrúi frá knattspyrnufélaginu beið eftir Hilmari í flugstöðinni. Hilmar segir að þessi tiltekni starfsmaður hafi farið að leita að þeim manni en ekki fundið í fyrstu tilraun. Eins hringdi hann einhver símtöl. Lögregla var ekki kölluð til.

Sá sem var að taka á móti Hilmari var farinn að halda að hann hefði ekki komið með flugvélinni. Hilmar kvaðst hafa þurft að bíða í um 45 mínútur við vegabréfaeftirlitið meðan á þessu stóð. Loks náðist samband við fulltrúa knattspyrnufélagsins og þá var Hilmari hleypt inn í England í fylgd öryggisvarðar.

Hilmari gekk greiðlega að yfirgefa England eftir níu daga dvöl og þótti þá ekki of ungur til að snúa aftur heim einn síns liðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir