Slökkviliðsmönnum tókst í morgun að bjarga meintum innbrotsþjófi sem sat fastur í reykháfi húss í Englandi.
Lögregla og slökkvilið voru snemma í morgun kölluð á vettvang að Tesco hraðverslun í Wigan. Björgunarmönnum tókst að losa manninn sem var nakinn og var hann fluttur í sjúkrahús til aðhlynningar en síðar útskrifaður.
Talið er að hann hafi smám saman fækkað fötum þegar hann reyndi að losa sig úr reykháfnum.
Talsmaður lögreglu á Stór-Manchester-svæðinu sagði að maðurinn, sem er 22 ára, hafi verið handtekinn vegna gruns um innbrotstilraun og að hann væri nú í haldi lögreglu.