Einn stærsti lottóvinningur sögunnar hefur gengið út á Ítalíu. Vinningsmiðinn var keyptur í borginni Catania á Sikiley og er 100 milljóna evra virði.
Catania er ein af fátækustu borgum Sikileyjar og þegar fréttir bárust af því að vinningsmiðinn hafi verið keyptur í borginni söfnuðust borgarbúar út á götur, veifuðu fánum og stigu trylltan dans
Ekki er vitað hver eða hverjir duttu í lukkupottinn. Það eina sem er vitað er að vinningsmiðinn var keyptur í tóbaksverslun í miðborginni.
Vinningurinn hefur stækkað ört undanfarna mánuði, enda hefur hann ekki gengið út frá því í apríl. Þetta er því einn allra stærsti lottóvinningur í sögunni.