Einn stærsti lottóvinningur sögunnar

Domenico Giunta, eigandi tóbaksverslunarinnar þar sem vinningsmiðinn var keyptur, heldur …
Domenico Giunta, eigandi tóbaksverslunarinnar þar sem vinningsmiðinn var keyptur, heldur á spjaldi með lukkutölunum. AP

Einn stærsti lottóvinningur sögunnar hefur gengið út á Ítalíu. Vinningsmiðinn var keyptur í borginni Catania á Sikiley og er 100 milljóna evra virði.

Catania er ein af fátækustu borgum Sikileyjar og þegar fréttir bárust af því að vinningsmiðinn hafi verið keyptur í borginni söfnuðust borgarbúar út á götur, veifuðu fánum og stigu trylltan dans

Ekki er vitað hver eða hverjir duttu í lukkupottinn. Það eina sem er vitað er að vinningsmiðinn var keyptur í tóbaksverslun í miðborginni.

Vinningurinn hefur stækkað ört undanfarna mánuði, enda hefur hann ekki gengið út frá því í apríl. Þetta er því einn allra stærsti lottóvinningur í sögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach