Norðmenn draga Íslendinga sundur og saman í háði

Íslenska veislan er búin segir norskur háðfugl.
Íslenska veislan er búin segir norskur háðfugl. mbl.is/Sverrir

„Veisl­unni er lokið hjá Íslend­ing­um, flösk­urn­ar tæmd­ar í botn og saltstang­irn­ar upp­urn­ar," sagði sjón­varps­maður­inn og háðfugl­inn Otto Jes­per­sen sem dró ís­lensku þjóðina sund­ur og sam­an í háði í ein­tali sínu í þætt­in­um Tors­dagsklubben á stöð 2 í norska sjón­varp­inu í gær­kvöldi.

Íslend­inga seg­ir hann upp­runa­lega vera norska skatta­flótta­menn frá átt­undu öld sem völdu auðveld­ustu leiðina og sett­ust að á fyrsta besta skeri í stað þess að hafa vit á að halda áfram til Am­er­íku.

Búum á ræpuk­lessu í miðjum endaþarmi jarðar

„Ísland er ræpuk­lessa úr iðrum jaðrar og Íslend­ing­ar hafa valið sér að búa í miðjum endaþarmi jarðar­inn­ar, þið hangið þar eins og flug­ur á hesta­skít og það er allt í góðu með það, þó að flug­ur dvelji um stund á hesta­skítn­um en það er ekki sjálf­gefið að þær eigi að hafa sinn eig­in fána og sin­fón­íu­hljóm­sveit," sagði Jes­per­sen.

Ástæðuna fyr­ir því að Íslend­ing­ar hefðu sjálf­ir komið sér í skuldasúpuklandrið seg­ir Jes­per­sen væri margra kyn­slóða úr­kynj­un og genasplæs­ing milli hús­dýra og manna og út­kom­an væru fíg­úr­ur á borð við popp­stjörn­una Björk.

Urðum und­ir í þró­un­ar­sög­unni

„Nú á allt í einu að biðja okk­ur góðu grann­ana um lán, við heyr­um ekki frá ykk­ur í mörg hundruð ár, þið eruð búin að vera svo svöl og vin­sæl í Reykja­vík og hafið ekki boðið okk­ur í eitt ein­asta skipti," seg­ir Jes­per­sen.

Hann end­ar ræðuna á því að bjóða ís­lend­ing­um Matta­dor­pen­inga því þeir væru ör­ugg­lega meira virði en krón­an okk­ar og sagði að nú fær­um við bara sömu leið og önn­ur dýr sem hafa orðið und­ir í þró­un­ar­sög­unni og að síðasti maður sem yf­ir­gæfi sögu­eyj­una þyrfti ekki einu sinni að slökkva ljós­in því það væri hvort eð er búið að skrúfa fyr­ir raf­magnið vegna ógreiddra reikn­inga.

Viðbrögð les­enda á heimasíðu norska sjón­varps­ins eru mis­jöfn, sum­ir skamma Jes­per­sen fyr­ir að gera vont verra fyr­ir Íslend­inga en aðrir kalla hann guð meðal grín­ista.

Sjá ein­talið hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son