Norðmenn draga Íslendinga sundur og saman í háði

Íslenska veislan er búin segir norskur háðfugl.
Íslenska veislan er búin segir norskur háðfugl. mbl.is/Sverrir

„Veislunni er lokið hjá Íslendingum, flöskurnar tæmdar í botn og saltstangirnar uppurnar," sagði sjónvarpsmaðurinn og háðfuglinn Otto Jespersen sem dró íslensku þjóðina sundur og saman í háði í eintali sínu í þættinum Torsdagsklubben á stöð 2 í norska sjónvarpinu í gærkvöldi.

Íslendinga segir hann upprunalega vera norska skattaflóttamenn frá áttundu öld sem völdu auðveldustu leiðina og settust að á fyrsta besta skeri í stað þess að hafa vit á að halda áfram til Ameríku.

Búum á ræpuklessu í miðjum endaþarmi jarðar

„Ísland er ræpuklessa úr iðrum jaðrar og Íslendingar hafa valið sér að búa í miðjum endaþarmi jarðarinnar, þið hangið þar eins og flugur á hestaskít og það er allt í góðu með það, þó að flugur dvelji um stund á hestaskítnum en það er ekki sjálfgefið að þær eigi að hafa sinn eigin fána og sinfóníuhljómsveit," sagði Jespersen.

Ástæðuna fyrir því að Íslendingar hefðu sjálfir komið sér í skuldasúpuklandrið segir Jespersen væri margra kynslóða úrkynjun og genasplæsing milli húsdýra og manna og útkoman væru fígúrur á borð við poppstjörnuna Björk.

Urðum undir í þróunarsögunni

„Nú á allt í einu að biðja okkur góðu grannana um lán, við heyrum ekki frá ykkur í mörg hundruð ár, þið eruð búin að vera svo svöl og vinsæl í Reykjavík og hafið ekki boðið okkur í eitt einasta skipti," segir Jespersen.

Hann endar ræðuna á því að bjóða íslendingum Mattadorpeninga því þeir væru örugglega meira virði en krónan okkar og sagði að nú færum við bara sömu leið og önnur dýr sem hafa orðið undir í þróunarsögunni og að síðasti maður sem yfirgæfi sögueyjuna þyrfti ekki einu sinni að slökkva ljósin því það væri hvort eð er búið að skrúfa fyrir rafmagnið vegna ógreiddra reikninga.

Viðbrögð lesenda á heimasíðu norska sjónvarpsins eru misjöfn, sumir skamma Jespersen fyrir að gera vont verra fyrir Íslendinga en aðrir kalla hann guð meðal grínista.

Sjá eintalið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar