Veitir Íslendingum ekki viðtal

Jespersen þykir sjaldnast fara mjúkum höndum um fórnarlömb sín.
Jespersen þykir sjaldnast fara mjúkum höndum um fórnarlömb sín. mbl.is/Mynd fengin á vef TV2

Norski háðfuglinn Otto Jespersen sem dró íslensku þjóðina sundur og saman í hárbeittu háði í eintali sínu í lok þáttarins Torsdagsklubben á TV2 í Noregi í gær er vel þekktur þar í landi fyrir háð sitt og segir blaðafulltrúi þáttarins, Bjarne Laastad að Jespersen veiti aldrei viðtöl um innihald eintalsins heldur vilji hann láta það standa eitt og sér.


„Hann fær hvað sterkust viðbrögð þegar hann tekur einstaka fólk fyrir í pistlum sínum, hann hefur tekið fyrir þekkt fólk úr menningu og listum og ráðherra. Þegar Jespersen flutti eintal um heilsufar þáverandi forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondeviks, var honum hótað lífláti í kjölfarið. Í annað skipti var hann kærður til lögreglu fyrir að kveikja í bandaríska fánanum í eintali um Bandaríkin," sagði Laastad í samtali við mbl.is.

Mbl.is falaðist eftir viðtali við háðfuglinn en var synjað þar sem Jespersen ræðir aldrei við fjölmiðla um efnistök sín.

Otto Jespersen er einn af vinsælustu grínistum Noregs og þykir hafa umdeilda kímnigáfu. Hann hefur komið fram í mörgum sjónvarpsþáttum og í einsmanns uppistandi á sviði.


Sjá hér eintal hans um Ísland.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir