Gerum okkur dagamun

mbl.is/Arnaldur

Reykjavíkurborg býður borgarbúum upp á fjölskyldudagskrá í dag, fyrsta vetrardag, undir yfirskriftinni „Gerum okkur dagamun“. Ókeypis aðgangur er  í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sundlaugar, söfn og menningarstofnanir borgarinnar í dag. Víða verður boðið upp á skemmti- og fræðsludagskrá.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að standa að fjölskyldudagskránni. Í greinargerð með tillögu um dagskrána er minnt á að yfirstandandi efnahagsþrengingar hafi áhrif jafnt á unga sem aldna. Reykjavíkurborg hafi þegar brugðist við þrengri efnahag með aðgerðaráætlunum og skipun sérstaks borgarteymis  vegna viðbragða og leiðsagnar við börn í borginni. Með fjölskyldudagskránni séu fjölskyldur í borginni hvattar til að eiga góðar stundir saman fyrsta vetrardag.

Af dagskrárliðum má nefna fjölskylduratleik á Landnámssýningunni í Aðalstræti kl. 15, ævintýraleiðsögn Snigils njósnadvergs úr Skilaboðaskjóðunni um sýningar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu kl. 15:30, tónleika Englakórs Nataliu Chow á Kjarvalsstöðum kl. 15,  ókeypis ferjusiglingar út í Viðey kl. 13:15, 14:15 og 15:15, leikjadag í sundlaugum Reykjavíkur og Abba „skate-along” í Skautahöllinni í Laugardal.

Nánar um dagskrá

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir