Ný og glæsileg skautahöll verður tekin í notkun í Dubai í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum í næstu viku. Höllin er í Dubai verslunarmiðstöðinni sem verður hæsta bygging heims.
Þyktt íssins í skautahöllinni verður 38 millimetrar eða þreföld sú þykkt sem gerð er krafa um í bandarískum ísknattleik.
Þrátt fyrir steikjandi hita árið um kring í Dubai er þar víða að finna aðstöðu til iðkunar hefðbundinna vetraríþrótta. Glæsilegar skíðahallir hafa verið reistar þar og veitingastaður sem byggður er úr ís, þykir afar vinsæll í Dubai.