Festi handlegginn í klósettinu

AP

Farþegi í franskri hraðlest lenti í óvenjulegum hremmingum í gær. Hann missti farsímann sinn niður í salerni lestarinnar og þegar hann ætlaði að reyna að fiska hann upp opnaðist fyrir sogkerfi salernisins, handleggur mannsins sogaðist niður og stóð fastur.

Að sögn fréttavefjar BBC þurfti að stöðva lestina í tvær klukkustundir á meðan slökkviliðsmenn reyndu að losa manninn. Ekki var hægt að ná handleggnum upp úr salerninu og því þurfti að saga salernið laust. Maðurinn og salernið voru síðan borin á brott, að sögn sjónarvotta.

Þetta gerðist í lest, sem var á leið frá  La Rochelle til Bordeaux.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar