Brjóstasmáum bannað að keyra

Umferðarmenning Víetnam einkennist af suðandi vespum og fíngerðum ökumönnum
Umferðarmenning Víetnam einkennist af suðandi vespum og fíngerðum ökumönnum mbl.is/Una

Víetnamar eru agndofa yfir hugmyndum þarlendra stjórnvalda um að banna lágvöxnum, grannvöxnum og þeim sem eru með brjóstmál minna en 72 cm að keyra vélknúin ökutæki á vegum landsins. Víetnamar eru með grannvaxnari þjóðum og margir mjög háðir mótorhjólunum sínum.

Tillagan er liður í nýjum mælikvarða Heilbrigðiseftirlitsins sem á að tryggja að Víetnamskir ökumenn séu við góða heilsu. Óljóst er við hvað var miðað þegar ráðuneytið ákvarðaði æskilega stærð, en ljóst er að fólkið í landinu er ekki sátt.

„Þessar tillögur eru algjör brandari, en því miður gætu margir Víetnamar orðið fórnarlömb þessa lélega brandara,“ sagði Le Quang Minh, 31 árs verðbréfamiðlari í Hanoi. „Margar Víetnamskar konur eru með smá brjóst. Ég á mjög marga vini sem geta ekki uppfyllt þessar kröfur.“

Ólust upp við fátækt og vannæringu

Meðal Víetnamskur karlmaður er 1,64 cm á hæð og vegu 55 kíló. Meðalkonan er 1,55 cm og 47 kíló. Ekki er hinsvegar til tölfræði um meðalbrjóstmál. Víetnömsk dagblöð og bloggsíður loga nú af skrifum fólks sem hefur lýsir því yfir að það sé of létt eða með of lítil brjóst til að mega keyra.

Um 20 milljón mótorhjól eru daglega á götum Víetnam og eru þau mun algengari en bílar þar í landi, eða um 90% farartækja. Margir eru mjög háðir mótorhjólunum sínum vegna vinnu.

„Mjög margir í mínu þorpi eru smávaxnir,“ segir Nguyen Van Tai, 46 ára leigubílstjóri. „Margir af minni kynslóð ólust upp við fátækt og þjáðust af vannæringu. Og nú vill ráðuneytið koma í veg fyrir að við getum keyrt í vinnuna.“ Þegar Tai heyrði fréttirnar flýtti hann sér að mæla sitt eigið brjóstmál til að kanna hvort hann þyrfti að hætta að keyra. Honum til mikils léttist var mældist hann 7 cm yfir lágmarkinu, eða 79 cm.

Lagafrumvarpið hefur ekki verið lagt fyrir þingið, sem verður að samþykkja það fyrst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup