Kynlíf á ströndinni vindur upp á sig

Frá Dubai.
Frá Dubai. Reuters

Saksóknari í Dubai, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur farið fram á harðari refsingu yfir ungu, bresku pari sem var uppvíst að því að hafa samfarir á almannafæri á strönd í Dubai.

Parið, Michelle Palmer og Vince Acors, voru dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir athæfið þann 16. október síðastliðinn. Saksóknari hefur hinsvegar farið fram á það við áfrýjunardómstól að málið verði tekið upp aftur og dæmt harðar. Ákæruatriði eru kynlíf utan hjónabands, drykkja og ósæmilegt athæfi á almannafæri.

Ef af verður gætu Palmer og Acors þurft að sitja í Dubaísku fangelsi í allt að 18 mánuði. Þau hafa sjálf áfrýjað þriggja mánaða dómnum og verða báðar áfrýjanir teknar fyrir þann 18. nóvember.

Parið, sem reyndar er ekki eiginlegt par því um einnar nætur gaman var að ræða, var handtekið í júlí síðastliðnum.  Þeim var sleppt gegn tryggingu en er bannað að yfirgefa landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup