Kynlíf á ströndinni vindur upp á sig

Frá Dubai.
Frá Dubai. Reuters

Sak­sókn­ari í Dubai, í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um, hef­ur farið fram á harðari refs­ingu yfir ungu, bresku pari sem var upp­víst að því að hafa sam­far­ir á al­manna­færi á strönd í Dubai.

Parið, Michelle Pal­mer og Vince Acors, voru dæmd í þriggja mánaða fang­elsi fyr­ir at­hæfið þann 16. októ­ber síðastliðinn. Sak­sókn­ari hef­ur hins­veg­ar farið fram á það við áfrýj­un­ar­dóm­stól að málið verði tekið upp aft­ur og dæmt harðar. Ákæru­atriði eru kyn­líf utan hjóna­bands, drykkja og ósæmi­legt at­hæfi á al­manna­færi.

Ef af verður gætu Pal­mer og Acors þurft að sitja í Dubaísku fang­elsi í allt að 18 mánuði. Þau hafa sjálf áfrýjað þriggja mánaða dómn­um og verða báðar áfrýj­an­ir tekn­ar fyr­ir þann 18. nóv­em­ber.

Parið, sem reynd­ar er ekki eig­in­legt par því um einn­ar næt­ur gam­an var að ræða, var hand­tekið í júlí síðastliðnum.  Þeim var sleppt gegn trygg­ingu en er bannað að yf­ir­gefa landið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu saman. Sóaðu ekki tímanum í tilgangslausar tiktúrur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell