Mega selja vúdú-dúkku í líki Sarkozy

Dómstóll í Frakklandi hefur hafnað kröfu Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um að fá samþykkt bann á sölu á Sarkozy-dúkku og vúdú-handbók, sem hvetur lesendur til að stinga nálum í dúkkuna.

Nokkur af frægustu tilvitnunum Sarkozy eru skrifuð á dúkkuna, t.d. „Farðu til fjandans, aumi hálfvitinn þinn“. Forsetinn sagði þetta við mann sem neitaði að taka í höndina á honum er þeir voru viðstaddir landbúnaðarsýningu í Frakklandi í fyrra. Í handbókinni er mælt með því að lesendur stingi nálum í þessi ummæli sem og önnur, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að dúkkan brjóti ekki í bága við tjáningarfrelsið og sé innan marka þess sem telst vera grín. Sarkozy hélt því fram að hann ætti einkarétt á sinni eigin ímynd. Dómstóllinn hafnaði hins vegar þeirri kröfu forsetans að dúkkan væri aðför að ímynd hans.

Útgáfufyrirtækið K&B, sem hefur látið búa til 20.000 eintök af dúkkunni og handbókinni, fær því að halda áfram að selja Sarkozy-dúkkuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar