Bannað að sóla sig ber að ofan

Réttað var yfir tveimur ungum konum í Póllandi í dag fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri en þær fóru í sólbað berar að ofan, sem er fátítt í landinu.

Konurnar voru í sólbaði á strönd við bæinn Szczecin í maí þegar lögreglubíll átti leið framhjá. Þær voru handteknar þegar þær neituðu að klæða sig aftur í bikinítoppana og voru leiddar fyrir dómara þegar þær neituðu að greiða 7000 kr. sekt.

Málið vakti svo mikla athygli í Póllandi að fyrstu vitnaleiðslunum í september varð að fresta þar sem of margir blaðamenn mættu á staðinn. Konurnar hafa lýst sig saklausar og segja ekkert skýrt bann vera við athæfinu. Þá sögðu þær aðra strandagesti þennan dag ekki hafa móðgast og bentu á að margir hefðu komið þeim til varnar þegar lögregluþjónarnir leiddu þær á brott.

Verði konurnar fundnar sekar eiga þær yfir höfði sér 70 þúsund króna sekt. Dómsniðurstaða mun liggja fyrir 7. nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir