Bannað að sóla sig ber að ofan

Réttað var yfir tveimur ungum konum í Póllandi í dag fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri en þær fóru í sólbað berar að ofan, sem er fátítt í landinu.

Konurnar voru í sólbaði á strönd við bæinn Szczecin í maí þegar lögreglubíll átti leið framhjá. Þær voru handteknar þegar þær neituðu að klæða sig aftur í bikinítoppana og voru leiddar fyrir dómara þegar þær neituðu að greiða 7000 kr. sekt.

Málið vakti svo mikla athygli í Póllandi að fyrstu vitnaleiðslunum í september varð að fresta þar sem of margir blaðamenn mættu á staðinn. Konurnar hafa lýst sig saklausar og segja ekkert skýrt bann vera við athæfinu. Þá sögðu þær aðra strandagesti þennan dag ekki hafa móðgast og bentu á að margir hefðu komið þeim til varnar þegar lögregluþjónarnir leiddu þær á brott.

Verði konurnar fundnar sekar eiga þær yfir höfði sér 70 þúsund króna sekt. Dómsniðurstaða mun liggja fyrir 7. nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar