Viðvörun: Ég er ekki á skrifstofunni

Skiltið ruglingslega
Skiltið ruglingslega

Skilti með viðvörun á tveimur tungumálum í Swansea í Wales olli nokkrum misskilningi meðal þeirra sem skildu bæði málin þar sem textarnir voru gerólíkir og ekki í nokkru samræmi hvor við annan.

Á ensku mátti lesa viðvörun til ökumanna að vegurinn framundan væri ekki hentugur fyrir þungaflutninga. Velska þýðingin var hins vegar kolröng. Á henni sagði „Ég er ekki á skrifstofunni sem stendur. Vinsamlegast sendið allt sem á að þýða.“

Svo virðist sem bæjaryfirvöld í Swansea hafi ekki áttað sig á því að svar í tölvupósti frá þýðandanum var ekki rétta þýðingin á viðvöruninni heldur sjálfvirkt svar um að þýðandinn væri ekki við.

Skiltið hefur verið tekið niður og verður nýtt skilti með réttri þýðingu sett upp fljótlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka