Safnaði póstinum saman í kjallaranum

Uppnám er nú innan PostDanmark eftir að í ljós kom að maður, sem starfaði þar sem póstburðarmaður á Helsingjaeyri í Danmörku, bar ekki út bréf og annan póst heldur safnaði honum saman í kjallaranum heima hjá sér.

Upp komst um málið þegar húsvörður í fjölbýlishúsi var að hreinsa til í geymslu manns, sem fluttur var úr húsinu. Hann fann þá poka fulla af bréfum, jólakortum, reikningum, smápökkum og öðrum pósti í geymslunni.  Einnig var þar mikið af fjölpósti. Í ljós kom við rannsókn að mörg bréfanna höfðu verið opnuð.

Pósturinn í pokunum var frá því í september í fyrra til febrúar í ár en þá var manninum sagt upp störfum sem póstur vegna þess að hann braut starfsreglur. 

Svo virðist sem maðurinn hafi haft þann háttinn á að hann sótti póstinn í flokkunarstöðina í borginni, fór síðan heim og henti póstinum í kjallarann og hafði svo sína hentisemi.

Verið er að rannska hvort maðurinn hafi stolið verðmætum úr bréfum og bögglum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar