Safnaði póstinum saman í kjallaranum

Upp­nám er nú inn­an Post­D­an­mark eft­ir að í ljós kom að maður, sem starfaði þar sem póst­b­urðarmaður á Hels­ingja­eyri í Dan­mörku, bar ekki út bréf og ann­an póst held­ur safnaði hon­um sam­an í kjall­ar­an­um heima hjá sér.

Upp komst um málið þegar hús­vörður í fjöl­býl­is­húsi var að hreinsa til í geymslu manns, sem flutt­ur var úr hús­inu. Hann fann þá poka fulla af bréf­um, jóla­kort­um, reikn­ing­um, smá­pökk­um og öðrum pósti í geymsl­unni.  Einnig var þar mikið af fjöl­pósti. Í ljós kom við rann­sókn að mörg bréf­anna höfðu verið opnuð.

Póst­ur­inn í pok­un­um var frá því í sept­em­ber í fyrra til fe­brú­ar í ár en þá var mann­in­um sagt upp störf­um sem póst­ur vegna þess að hann braut starfs­regl­ur. 

Svo virðist sem maður­inn hafi haft þann hátt­inn á að hann sótti póst­inn í flokk­un­ar­stöðina í borg­inni, fór síðan heim og henti póst­in­um í kjall­ar­ann og hafði svo sína henti­semi.

Verið er að rannska hvort maður­inn hafi stolið verðmæt­um úr bréf­um og böggl­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell