Flytja þurfti 35 ára Breta á spítala, með heilt klósett fast við afturendann, eftir að ósvífinn hrekkjalómur hafði smurt setuna með e.k. ofurlími.
Slökkviliðsmenn voru kallaðir til hjálpar en gátu ekki losað manninn. Þurfti að flytja manninn, sem sat á almenningsklósetti, á spítala með stálburstað klósettið pikkfast við hann. Þar notuðu læknar sérstaka efnablöndu til að leysa upp límið og koma manninum af kamrinum.
Að sögn vitna hafði atvikið engin áhrif á manninn nema hvað að hann virtist heldur vandræðalegur. Klósettið var flutt aftur á sinn gamla stað og fest þar.