Quid pro quo og vice versa

Mörg bæj­ar­ráð í Bretlandi hafa bannað starfs­fólki sínu að nota lat­nesk orð þar sem það get­ur ruglað annað fólk í rím­inu.

Nokk­ur ráðanna hafa ákveðið að ekki megi leng­ur nota, hvorki í tali né riti, frasa á borð við „vice versa“ (ísl. öf­ugt),  „pro rata“ (ísl. hlut­falls­leg­ur)  eða „via“ (ísl. með viðkomu á, í gegn­um) en þeir eru þó frek­ar al­geng­ir í ensku máli.

Bannið hef­ur vakið reiði meðal fræðimanna í lat­nesku. Hef­ur einn pró­fess­or m.a.s. gengið svo langt að segja að mál­fræðilega jafn­ist bannið á við þjóðern­is­hreins­an­ir.

Sum ráðin segja notk­un lat­neskra orða bera merki um snobb og mis­mun­un þar sem það sé ekki á allra færi að skilja þau, sér í lagi ef fólk hef­ur ekki ensku að móður­máli.

Bæj­ar­ráðið í Bour­nemouth hef­ur út­listað 18 lat­neska frasa sem starfs­fólk þeirra er hvatt til að nota ekki í op­in­ber­um sam­skipt­um. Ráðið seg­ist þó ekki banna notk­un orðanna held­ur sé um að ráðlegg­ingu sem hafa eigi til hliðsjón­ar.

Önnur ráð hafa bannað notk­un á „QED“ (skamm­stöf­un fyr­ir „quod erat demonstrand­um“, ísl. það sem sanna átti), „bona fide“ (ísl. ósvik­inn, ekta) og  „quid pro quo“ (ísl. svar í sömu mynt, greiði á móti greiða).

Sam­tök um ein­falda ensku fagna þó þessu banni og segja suma aðeins nota lat­nesk orð til að slá um sig. Talsmaður sam­tak­anna sagðist von­ast til að bannið yrði til þess að  fólk hætti að rugla sam­an lat­nesku skamm­stöf­un­inni „e.g.“ (sam­bæri­leg ís­lensk skamm­stöf­un er „t.d.“) við enska orðið „egg“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir