Umdeild flatbökukeðja á Nýja Sjálandi hefur dregið til baka vafasama hrekkjavökuauglýsingu, sem þykir fara yfir strikið. Í henni sjást beinagrindur þriggja heimsþekktra einstaklinga, sem allir eru látnir, dansa ofan á gröfum.
Í auglýsingum flatbökukeðjunnar Hell´s Pizza mátti sjá fjallgöngugarpinn og þjóðarhetjuna Sir Edmund Hillary, leikarann Heath Ledger og móðir Elísabetu Bretadrottningar dansa á gröfum undir Michael Jackson slagaranum Thriller.
Fjöskylda Hillary segir að auglýsingin sé afar smekklaus, en Hillary lést í janúar sl.
Forsvarsmenn Hell´s Pizza hafa beðist afsökunar á auglýsingunni. Þeir segja að það hafi ekki verið ætlun þeirra að móðga eða særa fólk.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem flatbökukeðjan kemur sér í vandræði. Í fyrra var sýnd auglýsing þar sem Adolf Hitler heilsaði að hætti nasista með flatböku í hinni hendinni.
Um 5.000 manns sáu auglýsingarnar áður en fjölmiðlar fóru að fjalla um þær.