Valdi rangt hús til að brjótast inn í

Hinn langi armur laganna þurfti ekki að teygja sig langt til að handtaka ungan Ástrala sem gerði tilraun til að brjótast inn í lögreglustöð snemma í morgun.

Lögreglumenn á vakt á lögreglustöð í úthverfi borgarinnar Adeleine, sem er í suðurhluta Ástralíu, heyrðu þegar innbrotsþjófurinn, sem er 16 ára unglingspiltur, braut rúðu við aðaldyrnar. Þeir komu svo að honum þar sem hann lá á gólfinu við innganginn

Í yfirlýsingu frá lögreglunni kemur fram að drengurinn hafi nú komist að því hver sé fljótlegasta leiðin til að láta handtaka sig.

Pilturinn olli talsverðum skemmdum, eða sem nema um 160.000 kr. Þá neitaði dómari að sleppa honum gegn greiðslu tryggingar.

Að sögn talskonu lögreglunnar gaf drengurinn engar skýringar á athæfi sínu. Hún bætti því við að hann hafi verið drukkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir