Lögreglumaður handtók félaga sinn

Mexíkóskir sérsveitarmenn að störfum.
Mexíkóskir sérsveitarmenn að störfum. Reuters

Lög­reglumaður í Mexí­kó hand­tók fé­laga sinn sem gerðist sek­ur um að stela vín­flösku og tón­lista­spil­ara úr bif­reið manns sem þeir höfðu hand­tekið í sam­ein­ingu.

Bæj­ar­stjór­inn í bæn­um Jes­us Maria, sem er í rík­inu Agu­ascalientes, seg­ir að þegar mann­in­um var sleppt hafi hann kvartað und­an því við lög­regl­una að vín­flaska og tón­list­arspil­ari hafi horfið úr bif­reiðinni.

Ann­ar lög­reglu­mann­anna fann síðar grip­ina í bif­reið fé­laga síns, en spillti fé­lag­inn lét hand­taka mann­inn sem átti bæði flösk­una og tón­list­argræj­una. Hann bjó til þá ástæðu að maður­inn hafi verið með ólæti úti á götu.

Bæj­ar­stjór­inn, Greg­orio Zamarripa, seg­ist ætla að verðlauna lög­reglu­mann­inn sem hand­tók fé­laga sinn. „Þrátt fyr­ir að þetta hafi pirrað suma sam­starfs­fé­laga hans þá er þetta dæmi um það hvernig lög­regl­an eigi ávallt að haga sér,“ sagði Zamarripa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki setja þig upp á móti foreldrum þínum eða öðrum í fjölskyldunni í dag. Ef þú vilt að þér verði eitthvað úr verki þarftu að halda þig við raunveruleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki setja þig upp á móti foreldrum þínum eða öðrum í fjölskyldunni í dag. Ef þú vilt að þér verði eitthvað úr verki þarftu að halda þig við raunveruleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir