Barnið skal heita Obama

Josephine Ochieng heldur á Barack Obama, nýfæddum syni sínum.
Josephine Ochieng heldur á Barack Obama, nýfæddum syni sínum. Reuters

Kenískar mæður votta nú Barack Obama, sem var kjörin forseti Bandaríkjanna á þriðjudag, virðingu sína með því að skýra nýfædd börn sín í höfuðið á honum og Michelle, eiginkonu hans.

Rúmlega helmingur allra barnanna sem fæddust á sjúkrahúsinu í Kisumu daginn eftir hina sögulegu kosningar voru skírð annaðhvort Barack eða Michelle Obama.

Kisumu er skammt frá þorpinu þar sem faðir Obama fæddist og ólst upp. Þorpsbúar líta á Obama sem hetju og því var fagnað gríðarlega þegar óskasonurinn sigraði í kapphlaupinu um Hvíta húsið.

Alls fæddust 15 börn á sjúkrahúsinu á miðvikudag. Af þeim voru fimm drengir voru skírðir Barack Obama og þrjár stúlkur fengu nafnið Michelle Obama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir