Barnið skal heita Obama

Josephine Ochieng heldur á Barack Obama, nýfæddum syni sínum.
Josephine Ochieng heldur á Barack Obama, nýfæddum syni sínum. Reuters

Kenískar mæður votta nú Barack Obama, sem var kjörin forseti Bandaríkjanna á þriðjudag, virðingu sína með því að skýra nýfædd börn sín í höfuðið á honum og Michelle, eiginkonu hans.

Rúmlega helmingur allra barnanna sem fæddust á sjúkrahúsinu í Kisumu daginn eftir hina sögulegu kosningar voru skírð annaðhvort Barack eða Michelle Obama.

Kisumu er skammt frá þorpinu þar sem faðir Obama fæddist og ólst upp. Þorpsbúar líta á Obama sem hetju og því var fagnað gríðarlega þegar óskasonurinn sigraði í kapphlaupinu um Hvíta húsið.

Alls fæddust 15 börn á sjúkrahúsinu á miðvikudag. Af þeim voru fimm drengir voru skírðir Barack Obama og þrjár stúlkur fengu nafnið Michelle Obama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar