Á Adamsklæðum eftir konubrók

Hví kvenmannsnærhöldin heilluðu er ekki vitað.
Hví kvenmannsnærhöldin heilluðu er ekki vitað. mbl.is/Árni Sæberg

Undirofursti í japanska flughernum hefur verið vikið frá störfum í tíu daga eftir að hafa verið gripinn við að versla kvenmannsnærföt á Adamsklæðunum einum fata. 

Segir í frétt Reuters af málinu að maðurinn hafi verið á heimleið síðla nætur eftir kveðjuteiti sem haldið var fyrir samstarfsfélaga hans í september síðastliðnum. Þá fékk hann þá flugu í höfuðið að fækka fötum á lóð stórmarkaðar áður en hann fór þar inn og keypti sér kvenmannsbrók og sokkabuxur.

Segir talskona flughersins að hann hafi eingöngu haft skóna og seðlaveski sitt á sér. Hann hafi talið að það myndi vekja kátínu ef hann trommaði inn í verslunina kviknakinn.

Í búðinni var eingöngu afgreiðslumaður sem kallaði eftir lögreglu fljótlega eftir að nakti undirofurstinn yfirgaf verslunina. Var hann kærður fyrir ósæmilegt athæfi á almannafæri í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar