Fingralangir Svíar stálu fyrir sem nemur tæpum hundrað milljörðum íslenskra króna úr sænskum búðum frá júlí 2007 til júní 2008. Samkvæmt nýrri skýrslu hafa Svíar nú stolið meira en íbúar nágrannaþjóða þeirra annað árið í röð.
Samkvæmt könnuninni, sem framkvæmd var af The Global Retail Theft Barometer, nemur þjófnaðurinn í Svíþjóð sem nemur 1,35 prósenti af veltu verslana. Þar sem tapinu af stolnum varningi sé bætt við vöruverð nemi kostnaðurinn á fjölskyldu rúmum 40.000 íslenskum krónum á ári.
„Þetta er gríðarlega há upphæð og kostnaðurinn lendir á viðskiptavinunum,“ segir Louise Alplin, talsmaður Checkpoint Systems sem stóð að könnuninni. Að hennar mati gera sænskir verslunareigendur ekki nægilegar ráðstafanir til að sporna við þjófnaði.