Deilt um hafmeyjuna

Litla hafmeyjan umkringd ferðamönnum
Litla hafmeyjan umkringd ferðamönnum AP

Hugmyndir um að senda hina kunnu styttu Edvards Eriksens af litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn til Kína eftir tvö ár eru umdeildar í Danmörku.

Litla hafmeyjan situr á steini sínum við Löngulínu og er einn helsti viðkomustaður ferðamanna sem koma til borgarinnar. Lagt hefur verið til að bronsstyttan verði fyrir miðju í danska skálanum á heimssýningunni Expo 2010 í Sjanghai. Hugmyndin kemur frá arkitektunum sem sigruðu í samkeppni um skálann.

Að sögn The Art Newspaper eru erfingjar listamannsins á móti hugmyndinni, þótt þeir ætli ekki að fara í mál til að stöðva ferðalag styttunnar. Stjórnmálaflokkurinn Dansk Folkeparti vill að málið verði tekið upp á þinginu og hyggst beita sér fyrir því að styttan verði kyrr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir