Ódýr lausn fyrir leigjendur

Reuters-fréttastofan greinir frá því að svokölluðum fasteignaverndurum eða fasteignaumsjónarmönnum fari fjölgandi (e. property guardian). Einn þeirra, Lucy Pook, býr t.a.m. í yfirgefinni slökkvistöð á besta stað í London fyrir aðeins 50 pund (10.000 kr.) á viku.

Fólki gefst nú kostur á að leigja í yfirgefnu húsnæði á borð við skólabyggingar, slökkvistöðvar og vöruhús og greiða lága leigu. Fasteignafélagið Camelot Property Management á t.d. þúsundir eigna sem standa tómar í Bretlandi, Frakklandi, Belgíu og í Hollandi. Fram kemur að húsráðendur vilji helst að einhver búi í húsunum til að koma í veg fyrir að hústökufólk setjist þar að.

Þá er þetta einnig ódýrari lausn heldur en að kaupa þjónustu af öryggisfyrirtæki.

Leigjendurnir greiða venjulega á bilinu 50 til 60 pund á viku. Í staðinn þurfa leigjendurnir að hafa auga með húsnæðinu og láta vita af því ef það þarf t.d. að láta laga eitthvað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir