Sýndarframhjáhald - raunverulegur skilnaður

Hægt er að búa til persónur í Second Life.
Hægt er að búa til persónur í Second Life.

Skilin milli hins raunverulega og ímyndaða virðast stundum ekki ljós. Breskt par, sem kynntist á netinu og gifti sig í glæsilegri veislu í sýndarheimi er nú skilið að skiptum vegna þess að eiginmaðurinn hélt fram hjá eiginkonu sinni með sýndarkonu í tölvuleik.

Þau Amy Taylor, 28 ára, og David Pollard, 40 ára, eru bæði miklir áhugamenn um hlutverkanetleiki á borð við Second Life. Þau kynntust á spjallrás árið 2003 og hófu í kjölfarið samband. Brúðkaupsveislan fór fram árið 2005 í tölvuleiknum Second Life, sem er netleikur þar sem þátttakendur geta búið til persónur, sem nefndar eru avitar, og átt samskipti við aðra leikmenn, myndað tengsl, verið í störfum og átt viðskipti. 

Amy var hins vegar nóg boðið þegar hún var á ferð í sýndarheimi Second Life og kom að Pollard þar sem hann átti kynmök við sýndarkonu í leiknum. 

„Ég smellti á skjáinn og sá, að sýndarpersóna hans átti mök við kvenkyns persónu. Ég tel að þar með hafi hann verið mér ótrúr," sagði Taylor við Western Morning News.  

„Þetta særði mig vegna þess að ég hefði ekki trúað þessu upp á hann. Sambandið kann að hafa byrjað í netheimum en það átti sér einnig stað í raunheiminum."

Hún segir að eiginmaðurinn fyrrverandi hafi aldrei gert neitt af sér í raunverulega heiminum en hún hafi haft grundsemdir um að ekki væri allt með felldu í Second Life.  

Pollard viðurkennir að hann hafi verið í sambandi við „stúlku í Bandaríkjunum" en sagðist ekkert hafa gert rangt. „Við áttum ekkert tölvukynlíf eða þannig, við spjölluðum bara saman," sagði hann.

Taylor er nú í nýju sambandi við mann, sem hún kynntist í tölvuleiknum  World of Warcraft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir