Konur mildast með aldrinum

Konur verða mildari gagnvart öðrum konum þegar þær eldast. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Aberdeen-háskólann í Bretlandi.

Á sænska viðskiptavefnum e24.se, sem vitnar í breska blaðið The Telegraph, segir að vísindamennirnir hafi látið 100 konur á fimmtugs- og sextugsaldri skoða fjölda mynda af konum. Konur sem komnar voru á breytingaskeiðið eða komnar yfir tíðahvörfin höfðu meiri tilhneigingu til þess að segja að konurnar á myndunum væru aðlaðandi, heldur en þær sem ekki voru komnar á breytingaskeiðið.

Breytt hormónastarfsemi kann að eiga þátt í mati kvennanna, að því er haft er eftir vísindamanninum Benedict Jones. „Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru konur sem komnar eru á breytingaskeiðið ólíklegar til þess að gera lítið úr aðlaðandi konum. Þær líta ekki lengur á þær sem keppinauta við leit að maka og myndun fjölskyldu,“ segir Jones.

Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í ritinu Biology Letters.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir