Allt kossaflens bannað

Ákvörðun skólastjóra í Austurríki um að banna nemendum sínum að kyssast á skólalóðinni hefur valdið miklu fjaðrafoki í landinu. Fjallað var um málið á forsíðum austrískra dagblaða í dag, og segja bæði nemendur og stjórnmálamenn að ákvörðun skólastjórans sé algjörlega úr takti við tímann auk þess sem hún gangi of langt.

Á mánudag sendi Siegfried Biermair, sem er skólastjóri í Gunskirchen, foreldrum nemenda sinna bréf þar sem fram kom að hann hafi ákveðið að banna allt kossaflens. Ástæðan væri sú að nokkrir kennarar hafi kvartað undan því að nokkrar stúlkur hafi komið sér upp ákveðnum kossavenjum sem væru komnar úr böndunum.

Hann segir að sumar 14 ára stúlkur séu nú hættar að smella léttum kossi á kinn þegar þær hittist. Nú fallist þær í faðma með miklum tilburðum og kyssist beint á munninn „stundum afar náið og í margar mínútur,“ segir Biermair.

Hann segir að slík hegðun gæti leitt til „óæskilegrar þróunar“. Hann segir að svo gæti farið að piltarnir færu að heimta kossa.

Skólayfirvöld boðuðu til fundar vegna málsins og þar samþykktu bæði kennarar og nokkrir foreldrar að lagt yrði blátt bann við kossum.

Það leið hins vegar ekki á löngu þar til þessi ákvörðun var gagnrýnd harðlega, bæði af nemendum og stjórnmálamönnum. Þeir halda því fram að þetta sé ekki brýnasta úrlausnarefni skólayfirvalda. Mörg önnur málefni er varða menntamál í landinu séu meira aðkallandi en boð og bönn um kossavenjur nemenda.

Gottfried Hirz, þingmaður Græningja, segir að menn ættu að fagna því - á tímum ofbeldisfullra tölvuleikja og aukins ofbeldis í skólum - að nemendur séu farnir að sýna hver öðrum væntumþykju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson