Allt kossaflens bannað

Ákvörðun skóla­stjóra í Aust­ur­ríki um að banna nem­end­um sín­um að kyss­ast á skóla­lóðinni hef­ur valdið miklu fjaðrafoki í land­inu. Fjallað var um málið á forsíðum austrískra dag­blaða í dag, og segja bæði nem­end­ur og stjórn­mála­menn að ákvörðun skóla­stjór­ans sé al­gjör­lega úr takti við tím­ann auk þess sem hún gangi of langt.

Á mánu­dag sendi Sieg­fried Bierma­ir, sem er skóla­stjóri í Gunskirchen, for­eldr­um nem­enda sinna bréf þar sem fram kom að hann hafi ákveðið að banna allt kossaflens. Ástæðan væri sú að nokkr­ir kenn­ar­ar hafi kvartað und­an því að nokkr­ar stúlk­ur hafi komið sér upp ákveðnum kossa­venj­um sem væru komn­ar úr bönd­un­um.

Hann seg­ir að sum­ar 14 ára stúlk­ur séu nú hætt­ar að smella létt­um kossi á kinn þegar þær hitt­ist. Nú fall­ist þær í faðma með mikl­um til­b­urðum og kyss­ist beint á munn­inn „stund­um afar náið og í marg­ar mín­út­ur,“ seg­ir Bierma­ir.

Hann seg­ir að slík hegðun gæti leitt til „óæski­legr­ar þró­un­ar“. Hann seg­ir að svo gæti farið að pilt­arn­ir færu að heimta kossa.

Skóla­yf­ir­völd boðuðu til fund­ar vegna máls­ins og þar samþykktu bæði kenn­ar­ar og nokkr­ir for­eldr­ar að lagt yrði blátt bann við koss­um.

Það leið hins veg­ar ekki á löngu þar til þessi ákvörðun var gagn­rýnd harðlega, bæði af nem­end­um og stjórn­mála­mönn­um. Þeir halda því fram að þetta sé ekki brýn­asta úr­lausn­ar­efni skóla­yf­ir­valda. Mörg önn­ur mál­efni er varða mennta­mál í land­inu séu meira aðkallandi en boð og bönn um kossa­venj­ur nem­enda.

Gott­fried Hirz, þingmaður Græn­ingja, seg­ir að menn ættu að fagna því - á tím­um of­beld­is­fullra tölvu­leikja og auk­ins of­beld­is í skól­um - að nem­end­ur séu farn­ir að sýna hver öðrum vænt­umþykju.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Auður, orka og aðstoð annarra koma þér til góða í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Auður, orka og aðstoð annarra koma þér til góða í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason